Starfshópurinn hennar Katrínar skilar áliti!

Frá því stjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð hafa forustumenn eldri borgara verið dregnir á asnaeyrunum og þeim talin trú um að verið væri að undirbúa kjarabætur til aldraðra.Skipaður var starfshópur,sem átti að leysa málið.Ég hafði aldrei neina trú á þessum starfshópi,taldij hann óþarfan,allar upplýsingar lægju fyrir hjá samtökum aldraðra,TR og velferðarráðuneyi.Starfshópur mundi aðeins tefja málið; það þyrfti aðgerðir strax.Þvi miður hafði ég á réttu að standa.Starfshópurinn reyndist gagnslaus.Ellert B.Schram sá þetta síðasta haust og sagði að stjórnvöld hefðu svikið eldri borgara.
Ég sendi forsætisráðherra bréf strax í janúar 2018 og óskaði eftir aðgerðum  án tafar fyrir lægst launuðu eldri borgara og öryrkja,sem aðeins hefðu lífeyri frá TR og annað ekki., Þeir gætu ekki lifað á þessum lága lífeyri.Gera yrði ráðstafanir strax. Ellert skrifaði svipað bréf nokkru seinna.Að sjálfsögðu var tekið vel í erindi FEB í Rvk fulltrúum, þeirra var boðið í kaffi og myndir teknar!En þetta var bara leikrit.Það gerðist ekkert og átti ekkert að gerast.BB og KJ voru búin að ákveða að hækka ekki lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu áður en kjarasamningar yrðu gerðir. Og við það hefur verið staðið. Starfshópur félagsmálaráðherra er annað leikrit.Ekkert kemur út úr því.Í stað þess að ræða þar hvað þurfi að hækka lægsta lífeyri TR mikið svo unnt sé að lifa af honum er þar verið að fjalla fyrst og fremst um þá eldri borgara,sem orðið hafa fyrir búsetuskerðingum vegna langdvalar erlendis og um útlendinga,sem ekki hafa búið hér nema 10 ár sumir hverjir og sæta því miklum skerðingum af þeim sökum en 40 ára búsetu þarf hér til þess að fá fullan lífeyri. Víst er erfið staða hjá þessum útlendingum og Íslendingum sem dvalið hafa lengi erlendis. En umboðsmaður alþingis er búinn að fjalla um það mál og kveða upp úrskurð um það sem velferðarráðuneyti féllst á. Nú þarf að draga peningana,leiðréttinguna, út úr Tryggingsastofnun,sem vill áfram níðast á þessu fólki og ekki borga til baka nema hluta þess sem hafður var af fólkinu.
En þrátt fyrir störf starfshópsins eru eldri borgarar á byrjunarreit.Engar tillögur liggja fyrir um það hvað ´þurfi að hækka lífeyri lægst launuðu aldraðra mikið,þe. þeirra,sem hafa engan lífeyrissjóð og engar tekjur nema lífeyri TR.og engar tillögur liggja fyrir um hvernig draga megi úr skerðingum vegna lífeyrissjóða. Og við hverju var að búast þegar 3 ráðuneyti voru með fulltrúa í starfshópnum,félagmálaráðuneyti,efnahags og fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Ráðuneytin hafa stjórnað starfshópnum og fulltrúi ráðherra sat í hópnum. Síðan segja fulltrúar hópsins,að óvíst sé hvort ríkisstjórnin láti fjármuni til þess að bæta stöðu þeirra sem sætt hafa mestri búsetuskerðingu. Þetta er skrípaleikur að mínu mati.Tillögur starfshópsins eru lagðar fram með blessun ráðuneytanna enda í stíl við álit umboðsmanns alþingis.Tillögur starfshópsins eru aðeins sjálfsagðar leiðréttingar vegna búsetuskerðinga en það vantar allar raunverulegar tillögur um hækkun lægsta lífeyris íslenskra eldri borgara.
 
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband