Leiðrétta verður kvótakerfið

Það  veldur miklum vonbrigðum,að ekki skuli vera gert ráð fyrir leiðréttingu kvótakerfisins í stjórnarsáttmála nýju stjórnarinnar.

Úthlutun á  ókeypis aflaheimildum til örfárra útvalinna gæðinga er eitthvert mesta ranglæti sem átt hefur sér stað. Þeir sem fengu fríar aflaheimildir hafa getað braskað með þær og þeir hafa margir hverjir óspart gert það. Sumir bleyta aldrei færi,leigja bara aflaheimildirnar út og hafa gott upp úr því.Aðrir hafa selt frá sér alla kvótana og hætt veiðum.Dæmi eru um að menn hafi fengið marga milljarða fyrir  kvóta,sem þeir hafa selt.Þeir hafa sem sagt selt kvóta,sem þeir fengu fría,selt heimildir,sem þeir í raun áttu ekki, þar eð þjóðin á fiskinn í sjónum.Fiskurinn er sameiginleg auðlind þjóðarinnar.

 Nauðsynlegt er að breyta þessu fyrirkomulagi.Það verður að afhenda þjóðinni veiðiheimildirnar á ný. Og síðan verða allir sem fá veiðiheimildir að greiða fyrir afnot þeirra.

 

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband