Laugardagur, 19. janúar 2019
Sitja á fundum með svikurunum!
Hvernig stendur á því, að ríkisstjórnin er ekki búin að afnema krónu móti krónu skerðinguna hjá öryrkjum,sem lofað var að afnema fyrir rúmum 2 árum.Þá var þessi skerðing afnumin hjá öldruðum og til stóð að afnema hana samtímis hjá öryrkjum en á síðustu stundu ákvað ríkisstjórn Sigurðar Inga (og BB) að hætta við að afnema þessa skerðingu hjá öryrkjum,sveik loforðið við öryrkja; þau svik hafa staðið síðan í nær 25 mánuði.VG mælti með afnámi þessarar skerðingar haustið 2016.Allir þessir 3 flokkar,sem standa að núverandi stjórn voru búnir að lofa afnámi skerðingarinnar; allir þessir sömu flokkar sviku það og þau svik standa enn.Hvers vegna var þetta svikið fyrir rúmum 2 árum? Jú vegna þess að Öbi var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumat.Ríkisstjórn Sigurðar Inga vildi versla við Öbi,láta öryrkja fá kjarabætur gegn því,að þeir samþykktu starfsgetumat! Fáheyrt ,eins og í kommúsistaríkjum A-Evrópu.Öbi stóðst þetta um áramótin 2016/2017. En nú situr forusta Öbi stöðugt á fundum með svikurunum,sem hafa svikið loforðið í 2 ár við Öbi um að afnema krónu móti krónu skerðinguna.Nú síðast var formaður Öbi,Þuríður Harpa á fundi með forsætisráðherra og ræddi nauðsyn þess að hlutastörf fengjust fyrir öryrkja; það er liður í því að samþykkja starfsgetumat.Ég óttast,að undanhald Öbi í þessu máli sé hafið: Öbi ræði við stjórnvöld um að tryggja vinnu fyrir öryrkja svo Öbi geti samþykkt starfsgetumat! Öbi virðist ekki átta sig á því,að ekki kemur til greina að samþykkja starfsgetumat áður en krónu móti krónu skerðing hefur verið afnumin. Aðferðafræðin á að vera þessi: Krónu móti krónu skerðingin verði afnumin strax án skilyrða.Engin fyrirheit gefin um að samþykkja starfsgetumat. Þetta er nauðsynlegt til þess að Öbi haldi reisn sinni,haldi andlitinu.Ef Öbi lætur stjórnvöld plata sig til þess að samþykkja starfsgetumat áður en krónu móti krónu skerðing er afnumin með loforði um kjarabætur o.fl er það kaupskapur og eins og mútur.Slíkt kemur ekki til greina. Öbi á strax að krefjast þess að krónu móti krónu skerðing verði afnumin við upphaf þingsins og slíta öllum viðræðum vi ð stjórnvöld þar til þetta hefur náð fram að ganga.Ekki á að gefa nein fyrirheit um að Öbi samþykki starfsgetumat. Það er sjálfstætt mál og án tengsla við það fyrra.Kanna þarf síðan starfgetumat vel og ítarlega erlendis og hér heima. Reynslan af því er ekki góð erlendis,a.m k. ekki í Bretlandi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.