Auka þarf jöfnuð í þjóðfélaginu

Ójöfnuður hefur aukist mikið á Íslandi síðustu 12-13 árin.Samfylkingin hefur barist fyrir því að þetta væri leiðrétt m.a. fyrir þingkosningarnar.Lítið er að finna í stjórnarsáttmálanum um að auka eigi jöfnuð í þjóðfélaginu.Þó er sagt ,að lækka  eigi tekjuskatt einstaklinga og auka persónuafslátt ef efnahagsástand leyfi.En einnig segir,að lækka eigi skatta fyrirtækja.Ójöfnuður hefur aukist af þremur ástæðum: 1.Vegna ranglátrar skattlagningar ( skattar hafa verið hækkaðir á þeim lægst launuðu).2.Vegna kvótakerfisins.3. Vegna þess að  tryggingakerfið hefur drabbast niður.Nokkur ákvæði eru i stjórnarsáttmálanum um endurbætur á almannatryggingakerfinu ,einkum um að draga úr tekjutengingum. Það eru ágæt ákæði svo langt sem þau ná en það vantar ákvæði um að hækka lífeyri aldraðra.Hins vegar eru engin ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að leiðrétta hið rangláta kvótakerfi.Það er einn mesi gallinn á stjórnarsáttmálanum. Íslenskir jafnaðarmenn sætta sig ekki við þetta rangláta kvótakerfi. Það verður að leiðrétta. Fyrr verður enginn friður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband