Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks  er ákvæði um að flytja beri Íbúðlánasjóð undir fjármálaráðuneytið en hann hefur heyrt undir félagsmálaráðuneytið. Þetta er slæmt ákvæði. Það verkar illa á mig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað breyta íbúðalánasjóði i nokkurs konar heildsölubanka og láta bankana taka við afgreiðslu íbúðalána. Ef þetta verður gert er stutt í það, að íbúðalánasjóður verði lagður niður. Það er engin spurning, að tilvist Íbúðalánasjóðs hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri og ef sjóðurinn verður lagður  niður munu vextir strax hækka og valda kjaraskerðingu. Samfylkingin hefði ekki átt að fallast á þennan tilflutning íbúðalánasjóðs. Framsóknarflokkurinn féllst  ekki á það og Samfylkingin þurfti heldur ekki að fallast á það.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband