Föstudagur, 1. júní 2007
Góð ræða Ingibjargar Sólrúnar á alþingi
Umræður fóru fram um stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra flutti þar ræðu. Var þetta mjög góð ræða hjá Ingibjörgu.Hún kom víða við. M.a. ræddi hún Íraksstríðið og gagnýndi ákvörðun fyrri stjórnar um að styðja innrásina í Írak.Hún sagði,að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins harmaði stríðsreksturinn í Írak.Morgunblaðið segir í forustugrein í dag,að þeir Björn Bjarnason og Geir Haarde hafi áreiðanlega ekki verið hrifnir af þessum ummælum Ingibjargar Sólrúnar.Er ljóst,að Mbl. ætlar áfram að vera í stjórnarandstöðu, sérstaklega mun Mbl. ætla að vera í andstöðu við Ingibjörgu Sólrúnu. Mbl. virðist ekki búið að átta sig á því enn,að Ingibjörg Sólrún er utanríkisraðherra.
Ingibjörg Sólrún sagði einnig í ræðu sinni á alþingi, að ákvæði væri um það í stjórnarsáttmálanum, að framvegis yrðu öll mikilvæg utanríkismál lögð fyrir utanríkismálanefnd.Það var ekki gert þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak.Ef það mál hefði verið lagt fyrir alþingi er óvíst,að Ísland hefði stutt innrásina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég tel mikilvægt að Ísland sýni sjálfstæði í utanríkismálum og vandaðri vinnubrögð en gert var þegar lýst var stuðningi við innrásina í Írak. Orðalagið í stjórnarsáttmálanum um að við hörmum atburðina í Írak segja það að ekki stoðar nú að draga stuðninginn við innrásina til baka. Skaðinn er skeður.
Við getum aldrei vitað hver framvinda hefði orðið í Írak hefði ekki verið ráðist inn í landið á þessum tíma. Siðferðislega var rangt að gera það, tel ég. Ráðamenn vísa um lönd voru blekktir til að styðja innrásina. Íslendingar voru í þeim hópi.
Við hörmum þessa atburði.
Íslendingar geta vonandi lagt gott til í alþjóðamálum. Ekki síst í hjálparstarfi og mannréttindamálum. Það gerum við best með samstarfi við aðrar þjóðir. Það gerum við ekki með heimóttaskap og því að fordæma samstarf við Noreg um björgunar og öryggismál.
Jón Halldór Guðmundsson, 1.6.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.