Föstudagur, 1. júní 2007
Mun ríkisstjórnin auka jöfnuð í þjóðfélaginu?
Samfylkingin lagði mikla áherslu á það í kosningabaráttunni, að jöfnuður yrðu aukinn í þjóðfélaginu,þar eð misskipting og ójöfnuður hefði aukist mikið sl. 12 ár.Í stjórnarsáttmálanum eru ákvæði um að tryggja eigi jafnrétti milli þegna og byggða og að auka eigi jöfnuð með því að bæta hag þeirra hópa,sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu.Einnig segir,að huga eigi að hækkun perónuafsláttar við skattálagningu en Samfylkingin lagði mikla áherslu á það að skattleysismörk yrðu hækkuð.Kafli er um,að hagur barna verði bættur og barnabætur auknar hjá þeim sem búa við slök kjör. Þessi ákvæði eru öll í anda jafnaðarstefnunnar.En nú veltur á öllu,að framkvæmdin takist vel.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.