Mun ríkisstjórnin auka jöfnuð í þjóðfélaginu?

Samfylkingin lagði mikla áherslu á það í kosningabaráttunni, að jöfnuður yrðu aukinn í þjóðfélaginu,þar eð misskipting og   ójöfnuður hefði aukist mikið sl. 12 ár.Í stjórnarsáttmálanum  eru ákvæði um  að tryggja eigi jafnrétti milli þegna og byggða og að auka eigi jöfnuð með því að bæta hag þeirra hópa,sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu.Einnig segir,að huga eigi að hækkun perónuafsláttar  við skattálagningu en  Samfylkingin lagði mikla áherslu á það að skattleysismörk yrðu hækkuð.Kafli er um,að hagur barna verði bættur og barnabætur auknar hjá þeim sem búa við slök kjör. Þessi ákvæði eru öll í anda jafnaðarstefnunnar.En nú veltur á öllu,að framkvæmdin takist vel.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég verð að segja hreinskilnislega að ég skil ekki tillögur ríkisstjórnarinnar um umbætur á stöðu aldraðra. Tillaga Samfylkingarinnar um að 10% skattur verði á vöxtum af lífeyrisgreiðslum virðist hafa gufað upp en í staðinn er komin einhver 25000 króna regla sem ég næ ekki að tengja mig við?

María Kristjánsdóttir, 1.6.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er á þeirri skoðun að árangursríkasta aðgerð sem við getum gert til að bæta kjör lágtekju og millitekjufólks í gegnum skattkerfið er hækkun persónuafsláttar. Ég er á móti frekari skattalækkunum á fyrirtæki, ef það kostar frekari "kostnaðarþáttöku" sjúklinga og annara sem þurfa þjónustu samfélagsins.

Þessi 10% skattur á fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna sem voru í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar kann að vera flókinn í útfærslu. 

25.000 kr reglan gengur út á það að tryggja þeim sem eiga lítinn eða engan rétt í lífeyrissjóði 25.000 kr á mánuði frá tryggingastofnun í staðinn.   Sá hópur sem ekki á rétt í lífeyrissjóði er í mörgum tilvikum sá hópur lífeyrisþega sem er hvað verst settur,  þannig að þetta er ágætt mál og horfir vissulega til jöfnuðar.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.6.2007 kl. 21:18

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Gott að fá að vita þetta. Ég er líka sammála þessu með hækkun persónuafsláttar og  skattalækkanir á fyrirtækjum.

María Kristjánsdóttir, 1.6.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband