Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur

Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra,lýsti því yfir á alþingi í gær,að Íbúðalánasjóður yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu.Það ber að fagna þessari yfirlýsingu,þar eð ýmsir í  Sjálfstæðisflokknum hafa sótt það fast,að breyta íbúðalánasjóði í heildsölubanka og að láta bankana taka við afgreiðslu lána frá íbúðalánasjóði.Við myndun ríkisstjórnarinnar var sagt,að flytja ættiu íbúðalánasjóð  úr félagsmálaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið. Þetta verkaði illa og gat  bent til þess,að ætlunin væri að einkavæða íbúðalánasjóð.A.m.k. taldi Guðni Ágústsson,formaður Framsóknarflokksins, það. Hann hefur starfað með Sjálfstæðisflokknum sl. 12 ár og þekkir vel til þar.Hann sagði,að fjármálaráðherra biði eftir því að hremma íbúðarlánasjóð eins og úlfurinn rauð hettu.Guðni veit hvað sjálfstæðismenn vilja í þessu efni.Bankarnir hafa barist hart fyrir því að fá íbúðalánasjóð og einkarekstursmenn í Sjálfstæðisflokknum hafa stutt þá kröfu.Það kemur ekki til greina að flytja sjóðinn í bankana og það kemur ekki til greina að breyta sjóðnum í heildsölubanka. Ef það yri gert mundu vextir strax hækka og kjör lántakenda versna. Íbúðalánasjóður  í þeirri mynd sem hann er í nú hefur haldið vöxtum niðri.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband