Betur má,ef duga skal

Nýja ríkisstjórnin verður að gera betur í málefnum aldraðra en að afnema skerðingu á tryggingabótum hjá  70 ára og eldri.Þetta er það eina sem komið hefur fram frá stjórninni í málefnum aldraðra.Hvað er með efndir á öllum loforðum stjórnarflokkanna í málefnum aldraðra?Hvað með afnám á skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka.( vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna)? Hvað með afnám skerðingar á tryggingabótum   vegna tekna úr lífeyrissjóði? Hvað með hækkun á lífeyri aldraðra svo að hann dugi fyrir framfærslukostnaði? Ekkert bólar á þessum tillögum.Og sú eina tillaga,sem komið hefur fram,er stórgölluð. Hún tekur aðeins til 70 ára og eldri en ekki til 67 -70 ára . Eiga eldri borgarar að greiða skatta og sæta skerðingu tryggingabóta á aldursbilinu 67-70 ára? Þeir sætta sig ekki við það og hætta því að vinna 67 ára. Ef þeir eru hættir að vinna er erfitt fyrir þá að byrja að vinna á ný.Þetta gengur því ekki upp hjá ríkisstjórninni.Hún verður að endurskoða þetta ákvæði og koma strax með aðrar endurbætur í málefnum aldraðra. Það á ekki að draga þessar tillögur.Þetta eru áríðandi mál,sem þola ekki bið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband