Framsókn reynir að ná vopnum sínum

Miðstjórn Framsóknarflokksins kemur saman til fundar á morgun.Á þá að kjósa nýjan varaformann í stað Guðna Ágústssonar,sem hefur tekið við formennsku í Framsóknarflokknum. Aðeins einn er í kjöri,Valgerður Sverrisdóttir.Hún verður því sjálfkjörin varaformaður.Er það ágætt val,þar eð Valgerður hefur verið vaxandi stjórnmálamaður og stóð sig ágætlega sem utanríkisráðherra.

Ekki virðist vera full eining um Guðna Ágústsson sem formann. Í viðtali við Finn Ingólfsson,fyrrverandi varaformann Framssóknar,kom fram,að Finnur teldi,að best væri,að kynslóðaskipti yrðu í Framsóknarflokknum.Yngra fólk ætti að taka við.Ljóst var,að þessu var beint gegn Guðna,þar eð hann er fulltrúi gömlu kynslóðarinnar í Famsókn  þó hann sé ekki gamall að árum.

Hver Framsóknarmaðurinn á fætur öðrum kemur nú fram á sjónarsviðið og talar  um að Framsókn þurfi að ná vopnum sínum og endurheimta glatað fylgi. Það er von,að þessir menn reyni að tala kjark í liðið þar eð Framsókn hefur tapað rúmlega helmingi fylgis síns á stuttu tímabili.Það eru ekki mörg ár síðan Framsókn var með 25% fylgi.En stjórnarsamvinnan við Sjálfstæðisflokkinn kostaði Framsókn það mikla fylgi sem tapaðist.Væntanlega lærir Framsókn af reynslunni.

Björgvin Guðmundsson

alfstæðis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það sem mér finnst einnig merkilegt er að Finnur sem kannski á einn stærstan þátt í hörmungarsögu Framsóknarflokksins skuli nú koma til að leiðbeina fólkinu.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig Samfylkingin ræður við að vera í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, sagan hræðir.

María Kristjánsdóttir, 9.6.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband