Hugarflug staksteina Mbl.

Morgunblaðið er ekki af baki dottið. Fyrir kosningar og fyrst eftir kosningar skrifaði það stanlaust um nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokkurinn og VG mynduðu ríkisstjórn og blaðið hældi VG stöðugt ,skrifaði jafnvel heilan hólleiðara um VG. Á sama tíma voru stöðug níðskrif um Samfylkinguna í Mbl. og slúður um sundrungu Ingibjargar og Össurar.Mbl. veðjaði á rangan hest,taldi víst,að VG yrði samstarfsaðili Sjálfstæðisflokksins  en svo reyndist ekki. Blaðið hefur ekki getað sætt vig við að hafa haft rangt fyrir sér í þessu efni,svo það heldur áfram að  hrósa VG og skrifa illa um Samfylkinguna. Nú eru það staksteinar sem fá þetta hlutverk.Í staksteinum Mbl. í dag er vitnað í  Svandísi Svavarsdóttur eins og hún sitji inni með allan sannleika um " átök"milli Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssinar.Og síðan spinnur   Mbl. heilmikinn vef um Ingibjörgu Sólrúnu og Össur og segir,að Össur hafi greinilega búið til leikléttu til þess að veikja Ingibjörgu Sólrúnu í foringjaslag milli þeirra. Já,það sem blöðin geta spunnið upp. Það virðast engin takmörk fyrir því.Ef það sem Mbl. hefur fullyrt reynist ekki  rétt er einfaldlega skáldað upp eitthvað til  þess að fylla upp í eyðurnar.Svandís Svavarsdóttir  veit ekkert um foringjamál Samfylkingarinnar. En hún og Mbl. eiga sameiginlegt að þau vilja veg Samfylkingarinnar sem minnstan.Enda  þótt Svandís sé af nýrri kynslóð í pólitíkinni er hún haldin þeirri sömu áráttu  og eldri kynslóð vinstri manna að vilja fremur skaða hag annarra vinstri manna en  höfuðandstæðingsins,Sjálfstæðisflokksins.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband