Ellilífeyrisþegum mismunað

Ellilífeyrisþegum mismunað

 

Sumarþingi lauk í gær. Aðeins ein breyting á almannatryggingalögunum var samþykkt.Var það frumvarpið  sem kveður á um að 70 ára og eldri megi hafa atvinnutekjur án þess að það skerði tryggingabætur.Minnihluti  heilbrigðisnefndar þingsins gerði margar athugasemdir við frumvarpið og benti m.a.á, að  með því væri verið að mismuna ellilífeyrisþegum., þar eð ellilífeyrisþegar 67-70 ára  mættu áfram sæta því,að atvinnutekjur þeirra yllu skerðingu tryggingabóta. Einnig benti minnihlutinn á, að ellilífeyrisþegar 67- 70 ára ættu auðveldara með að vinna en þeir, sem væru oðrnir 70 ára eða eldri. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna flutti breytingatillögum um að lagfæra þetta atriði!. Engin önnur tillaga kom fram um málefni aldraðra á sumarþinginu.Eru   öll kosningaloforðin, sem gefin voru í þágu aldraðra gleymd.Eru þetta allar efndirnar við eldri borgara?

 Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband