Fimmtudagur, 14. júní 2007
Getum boðið okkar eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar bjóða sínum ellilífeyrisþegum
Íslendingar hafa á síðustu árum verið duglegir að minna á hvað þeir séu ríkir. Við berum okkur gjarnan saman við hin Norðurlöndin. Svíar eru einna ríkastir af Norðurlandaþjóðunum og Íslendingar eru álíka ríkir og þeir.Ef svo er eiga Íslendingar að geta boðið eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar gera .En mikið vantar á,að svo sé.
Í Svíþjóð sæta ellilífeyrisþegar engum tekjutengingum tryggingabóta vegna atvinnutekna eða lífeyrissjóðstekna.Engar skerðingar eiga sér heldur stað vegna tekna maka.Við getum farið eins að. Við höfum efni á því eins og Svíar. Við getum búið eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar gera.Við eigum því strax að afnema allar tekjutengingar. Við eigum ekki að stíga einhver lítil skref í þessu efni. Við eigum að stíga eitt stórt skref og afnema allar tekjutengingar í einu
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
sammála
María Kristjánsdóttir, 14.6.2007 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.