Þriðjudagur, 19. júní 2007
Kvótakerfið hefur gengið sér til húðar
Miklar umræður hafa orðið um kvótakerfið í framhaldi af ræðu Sturlu Böðvarssonar um það mál. Einar Oddur tók strax undir með Sturlu með gagnrýni á kerfið.En svo hafa aðrir snúist til varnar kerfinu svo sem sjávarútvegsráðherrann og formaður LÍÚ.
Það er rétt hjá Sturlu að kerfið hefur mistekist. Það hefur gengið sér til húðar og annað hvort verður að afnema það og taka upp sóknardagakerfi eða að endurskoða kerfið og gera á því róttækar breytingar. Sjavarútvegsráðherra segir,að ekki sé unnt að færa aflaheimildir milli byggða. Það kann rétt að vera. En það er unnt að innkalla allar aflaheimildirnar strax eða að ákveða að fara fyrningarleiðina og gera það smátt og smátt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Facebook
Athugasemdir
Kvótakerfið er að sumu leyti gallagripur. Kosturinn við kerfið er að þeir sem skapa sér mest verðmæti úr aflanum geta helst keypt til sín kvóta. Hins vegar vantar í kerfið það hvetji til að vernda hrygningarstöðvar og svo er það snurvoðin. Hún er búin að eyðileggja svæði á hafsbotninum, þar sem fiskurinn var í friði á grunnslóð. Hún sléttir líka hafsbotninn.
Kannski er það ástæðan fyrir síminnkandi afla í tíð kvótakerfisins?
Smábátaveiðar eru mun umhverfisvænni en veiðar á stórum skipum. Þær menga minna, eyða minni orku, fara vel með hafið. Það gleymist stundum að hafið og hafsbotninn og lífríkið er hluti af náttúru okkar. Föðurland okkar hálft er hafið.
Rétturinn til að veiða sér til matar- og til tekjuöflunar hefur fylgt sjávarjörðum og sjávarbyggðum í aldir. Samtök sjávarbyggða hafa barist fyrir endurheimt þessara réttinda og mér sýnist að þau hafi nokkuð góðan málstað.
Trúlega er réttlátt, sanngjarnt og skynsamlegt að gera veg smábátaveiða meiri þjóðinni til hagsbóta.
Jón Halldór Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.