Samfylkingin fær ekki málefni aldraðra fyrr en um næstu áramót

Samfylkingin fær ekki málefni aldraðra og almannatrygginga fyrr en um næstu áramót. Þessir málaflokkar flytjast ekki í félagsmálaráðuneytið fyrr en 1.janúar 2008.Fram að þeim tíma verða þeir áfram í heilbrigðisráðuneytinu.Hér virðist Samfylkingin hafa samið af sér í stjórnarmyndunarviðræðunum. Úr því samkomulag varð um það milli stjórnarflokkanna,að velferðarmálin,almannatryggingar og málefni aldraðra heyrðu undir Samfylkinguna átti það að gerast strax en ekki  eftir hálft ár.Þetta var slæmur afleikur hjá Samfylkingunni.

Björgvin  Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kann vel að vera,  kann vel að vera.  Mér finnst fyrstu skrf ríkisstjórnarinnar í málefnum eldri borgara vera full gamaldags.

En eigum við ekki að vona að Eyjólfur hressist?  Ég held allavega að það sé frábært að hafa menn eins og þig í baklandinu til að leiðbeina þessu unga fólki. 

Jón Halldór Guðmundsson, 22.6.2007 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband