Laugardagur, 23. júní 2007
Morgunblaðið við sama heygarðshornið
Morgunblaðið er við sama heygarðshornið og áður í staksteinum í dag og slúðrar um óeiningu í Samfylkingunni. Nú er tilefnið hjá staksteinum grein Stefáns Jóns Hafsteins borgarfulltrúa um slit R-listans. Stefán Jón hefur aðra skoðun á lokum R-listans en Svandís Svavarsdóttir en staksteinar Mbl. hafa lítinn áhuga á því.Staksteinar hafa meiri áhuga á því,sem blaðið kallar vinslit Stefáns Jóns og Ingibjargar Sólrúnar. Ekki hefur áður heyrst um þau" vinslit". Þetta er eitthvað sem Mbl. er nú að búa til .Helst er á staksteinum að skilja,að Stefán Jón hafi flúið land vegna þessara "vinslita".Já mikið er hugarflugið.Stefán Jón. stefndi á oddvitasæti Samfylingarinnar í prófkjöri eftir mikinn sigur 4 árum áður. Hann náði ekki efsta sætinu. Þannig eru prófkjör. Þetta hefur ekkert með Ingibjörgu Sólrúnu að gera. Það er virðingarvert að Stefán Jón skyldi vilja verja starfskröftum sínum í hjálparstarf i Afriku um skeið og reyna þannig eitthvað nýtt.Það er óþarfi að gera það tortryggilegt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.