Sunnudagur, 24. júní 2007
Kvótakerfið hefur mistekist
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir fyrirsögninni: Kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið. Þessi fyrirsögn er tilkomin vegna þess,að svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að stinga hausnum í sandinn og láta sem allt sé í lagi með kvótkerfið. Stjórnin sópaði kvótamálinu einfaldlega undir teppið og reyndi að gleyma því. Meira að segja Samfylkingin tekur þátt í þeim leik.En kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið. Það verður að taka á þessu máli og gerbreyta kvótakerfinu,stokka það upp eins og Sturla Böðvarsson segir eða afnema kerfið og innleiða nýtt.Það sem er brýnast að gera í fiskveiðistjórnarmálum er að tryggja byggðum landsins nægilegar veiðiheimildir. Hugsanlegt væri að láta frystihúsin fá kvóta til þess að tryggja það að veiðiheimildirnar fari ekki burt úr byggðarlögunum.Gallinn við byggðakvótana er sá,að þeir eru settir á fiskiskip en ekki frystihús.Það mætti byrja á,að breyta því,setja byggðakvótana á frystihús en ekki á skip og stórauka byggðakvótana. Önnur leið væri sú,að bæta einfaldlega við úthlutun á frystihúsin.Erfitt er að bæta slitna flík. Ef til vill er það ekki unnt og verður nauðsynlegt að fá nýja.Auknar líkur eru á því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með greinina í Mbl. í dag:“Kvótamálinu verður ekki sópað undir teppið”Það er ljóst að taka verður alvarlega á þessu máli, og gerbreyta kvótakerfinu. Ég tek undir greinina þína. Kv. BB
Björgvin Björgvinsson, 24.6.2007 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.