Á að afhenda einkaaðilum orkufyrirtækin?

Einkafyrirtækið Geysir Green Energy hefur nú eignast  þriðjung í Hitaveitu  Suðurnesja.Það er mjög varhugavert að hleypa einkaaðilum inn í orkufyrirtækin.Er ég mjög hissa á því að sveitarfélögin,sem eiga  hitaveituna skuli hafa stigið þetta skref.Hættan er sú,að einkaaðilar,sem komast inn í orkufyrirtækin knýi fram hærra verð til neytenda til þess að tryggja sér sem mestan gróða. Og  einkafyrirtækin láta sér ekki nægja þriðjungs hlut. Þau munu reyna að eignast þessi fyrirtæki með öllu. Það verður að sporna  við þessu strax.Ég er sammmála Jóni Bjarnasyni þingmanni VG í þessu máli.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband