Föstudagur, 13. júlí 2007
Hæsta verð á matvælum hér i Evrópu
Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekinn inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni.E
Þessar upplýsingar leiða í ljós,að þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til þess að lækka matvælaverð með lækkun virðisaukaskatts á matvælum 1.mars sl. hefur lítið miðað í þá átt að lækka matvælaverð.Enda er nú komið í ljós,að lágvöruverðsverslanirnar hafa ekki lækkað eins mikið og nam lækkun skattsins.
Ísland er því áfram með hæsta mavælaverð í Evrópu eða okurverð eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur kallar Það og hæstu vexti í Evrópu eða okurvexti eins og ég kalla það.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.