Mánudagur, 16. júlí 2007
Er evran lausnin?
Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt hávaxtastefnu Seðlabankans,þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G.Sigurðsson.Jóhanna segir,að hávaxtastefna Seðlabankans bitni illa á heimilunum í landinu. Hún spáir því,að hávaxtastefnan líði fljótlega undir lok.Björgvin G.Sigurðsson segir ,að íslenska krónan sé alltof veik og máttvana mynt.Lausn okkar felist í því að ganga í ESB og Myntbandalag Evropu og taka upp evru.Fyrst verði þó að ákveða samningsmarkmið okkar fyrir samninga við ESB og leggja málið í þjóðaratkvæði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Evran er engin lausn, núna getum við stjórnað efnahagsmálum einsog okkur hentar, ef við höfum evru getum við ekkert breytt vöxtum og gengið tekur ekkert slakan af efnahagssveiflum. 3% vextir engin verðtrygging, þá mun húsnæðisverð 2faldast á einu bretti td. verðbólga myndi vera í tugum % og allt í veseni, svo vilja þeir fá af okkur fiskinn. Einnig vill ég ekki hafa efstu stjórn í landi sem stuðlar að viðskiftastríði með matvæli sem bitnar aðalega á afríku og notar 40% af fjárlögum í atvinnubótavinnu í landbúnaði.
Johnny Bravo, 17.7.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.