Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa stóraukist

 Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa aukizt mjög síðan 1997 vegna mikils halla á viðskiptum við útlönd flest árin . Heildarskuldirnar hafa stóraukist og námu 280% af landsframleiðslu í árslok 2005 og 441% í ársok 2006 . Langtímaskuldirnar, þ.e. heildarskuldir að frádregnum skammtímaskuldum, hafa einnig haldið áfram að hækka og námu 234% af landsframleiðslu í árslok 2005 og 355% í árslok 2006.

Hér er átt við allar skuldir þjóðarinnar,ríkis,sveitarfélaga,fyrirtækja og einstaklinga. Skuldaaukningin stafar af  mikilli eyðslu landsmanna og miklum framkvæmdum,við virkjanir og  aðarar framkvæmdir.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert athugasemdir við mikla skuldasöfnun þjóðarinnaar  og erlendar matsstofnanir hafa einnig vakið athygli á skuldasöfnun þjóðarinnar og bankanna sérstaklega.Það getur ekki gengið til lengdar að auka allataf skuldir þjóðarinnar erlendis. Að vísu hafa eignir þjóðarinnar einnig aukist mikið. En ei að síður:Skuldir þjóðarinnar erlendius eru alltof miklar.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Þetta eru bara bankarnir að sjá okkur fyrir fé, ekkert hægt að gera í því nema hækka vexti. Þessi sprenging er að verða nuna vegna óeðlilegra hafta og ríkisafskifta fyrir 2002, erum að búa okkur til kerfi sem þarf ekki handstýringu ríkisvaldsins, sem er oftas léleg, röng eða skelfileg. En þetta er næstum bara bankar og group að taka lána og ávaxta peninga í hlutabréfum og með uppkaupum erlendis og útlánum á íslandi.

Johnny Bravo, 17.7.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband