Bónus hefur lækkað vöruverð mikið

Engin verslun hefur lækkað matvöruverð eins mikið og Bónus. Lækkun Bónus á matvöruverði er á við miklar kjarabætur verkalýðsfélaga.Það kom mér því mikið á óvart þegar Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna sagði,að Bónus bæri ábyrgð á of háu verði matvæla hér á landi.Þessu er ég algerlega ósammála.Það kann vel að vera,að matvælaverð væri  lægra hér ef samkeppni í þessari grein væri meiri en hún er. En það er staðreynd ei að  síður að Bónus hefur stórlækkað vöruverð á þeim tíma,sem verslunin hefur starfað.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband