Gott framtak Ingibjargar Sólrúnar

Ferð Ingijargar Sólrúnar,utanríkisríkisráðherra,til Miðausturlanda er lofsvert framtak.Ferð um þessi lönd er mjög erfið og er þakkarvert,að ráðherrann skuli leggja slíka ferð á sig til þess að kynnast ástandi mála fyrir botni Miðjarðarhafs.Utanríkisráðherra hefur m.a. rætt við fulltrúa Ísraels og Palensínuaraba  og heimsótt átakasvæði eins og  Golanhæðir.Sú hugmyd hefur komið upp í ferðinni,að  Ísland gæti ef til vill miðlað málum í deilu Ísraels og Palestínu eins og Norðmenn gerðu á sínum tíma.Ísraelsmenn bera mikið traust til Íslands en Palestínumenn  treysta Íslendingum ef til ekki eins vel.Það mun síðar koma í ljós,hvort Ísland á þarna hlutverki að gegna sem sáttasemjari í erfiðri deilu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband