Eykur ríkisstjórnin jöfnuð?

Það eru nokkur falleg orð í stefnuskrá nýju ríkisstjórnarinnar. Þar á meðal er það að ríkisstjórnin segist vilja auka jöfnuð í þjóðfélaginu og bæta kjör þeirra sem minna mega sín. Það verður fylgst vel með því,að þessi stefnumál verði framkvæmd. Best er að framkvæma þetta með aðgerðum  skattamálum og málefnum almannatrygginga. Það þarf að hækka skattleysismörkin verulega en þau hafa dregist aftur úr en einnig þarf að stórauka lífeyri   elli-og örorkulífeyrisþega. Lífeyrir þessara hópa hefur dregist mikið aftur úr í launaþróuninni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband