Föstudagur, 27. júlí 2007
Engar mótvægisaðgerðir enn
Nú er aðeins rúmur mánuður í nýtt kvótaár en þá mun niðurskurðurinn á þorskveiðiheimildum taka gildi.Þó er enn ekki farið að kunngera mótægisaðgerðir, sem ríkisstjórnin boðaði.Sjávarútvegsráðherra sagði í viðtali við sjónvarpið,að unnið væri að þessum mótvægisaðgerðum. Auknar framkvæmdir í samgöngumálum munu ekki gagnast útgerð og fiskvinnslu vegna niðurskurðar aflaheimilda,sem taka gildi strax.Það verður að gera ráðstafanir ,sem gagnast sjómönnum,útgerðarmönnum og fiskvinnslufólki strax. Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.