Skattar á eldri borgurum hafa hækkað

Lækkun skatta á fyrirtækjum hér á landi ofan í 18% hefur vakið athygli erlendis.En Íslendingar hafa ekki af eins miklu að státa þegar kemur að sköttum einstaklinga. Þeir eru mjög háir hér og hafa í raun hækkað þar eð skattleysismörkin hafa ekki fylgt verðlagi og kaupgjaldi. Það versta er þó það , að skattar á eldri  borgurum hafa hækkað meira en á almenningi yfirleitt  eins og eftirfarandi tölur  frá Stefáni Ólafssyni prófessor leiða í ljós:

Skattbyrði á tímabilinu 1994-2004 hefur breyst sem hér segir:

Hjá 66-70 ára hefur skattbyrðin aukist úr  182% í 27,% eða aukist um 9,1 stig.

Hjá 71-75 ára hefur skattbyrðin aukist úr11,1% í 24,2% eða aukist um  13,1stig  og hjá  76 ára og eldri hefur  skattbyrðin aukist úr 7,6% í 21,4% eða um 13,8 stig.Enhjá meðalfjölskyldunni hefur skattbyrðin "aðeins" aukist um4,5  stig á sama tímabili eða úr 19,2  í 23,7%.

Því eldra sem fólk er og því lægri sem tekjurnar eru þeim mun meiri en aukning skattbyrðarinnar.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 



 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband