Mánudagur, 30. júlí 2007
Írak:Mestu mistök í utanríkismálum Íslands
Mikið er skrifað um för Ingibjargar Sólrúnar,uanríkisráðherra,til Miðausturlanda og sýnist sitt hverjum. Vinstri græn hafa tekið þá afstöðu að gagnrýna förina á þeim forsendum að Ingibjörg Sólrún hafi ekki rætt við Hamassamtökin.Ég er ósammmála þeirri gagnrýni.Utanríkisráðherra Íslands getur ekki rætt við hryðjuverkasamtök,sem tekið hafa heilt landsvæði ,Gaza, með vopnavaldi.Ingibjörg Sólrún ræddi við forseta bæði Ísraels og Palestínu araba og kynnti sér sjónarmið beggja. Þá fór hún einnig til Jórdaníu til þess að kynna sér flóttamannavandamálið en þar eru allt að 700 þúsund flóttamenn frá Írak og margir þeirra illa særðir.Í grein,sem ég skrifaði í Mbl. í dag um för Ingibjargar Sólrúnar segi ég,að sennilega sé stuðningur Íslands við innrásina í Írak mestu mistök Íslands í utanríkismálum fyrr og síðar.Tveir menn tóku ákvörðun um þennan stuðning: Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímssson. Ábyrgð þeirra er mikil.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.