Sveitarfélögin fái hlut í fjármagnstekjuskattinum

Það kom í ljós við skattálagningu að þessu sinni,að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti höfðu aukist verulega. Bent hefur verið á í því sambandi, að margir fjármagnseigendur greiða  einungis fjármagsntekjuskatt,sem aðeins er 10% en greiða hvorki útsvar né tekjuskatt. Þó njóta þeir allrar Þjónustu sveitarfélaga  eins og aðrir. Þetta er ósanngjarnt. Sveitarfélögin ættu því að fá hlutdeild í fjármagsntekjuskattinum. Einnig er óeðlilegt að fjármagsneigendur greiði aðeins 10% skatt á meðan aðrir greiði 36%. Hér þarf að koma á meira jafnræði.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Fyrir nokkrum árum var einstaklingum með eigin rekstur gert auðveldara að færa rekstraform í ehf. Þessi aðgerð þýddi að þeir greiða nú lægri skatta. Sú lækkum var í raun eingöngu á kostnað sveitarfélaga.

Þess vegna er undarlegt að heyra Pétur Blöndal tala um að íbúar sveitarfélaga eigi rétt á að kjósa um tvær fjárhagsáætlanir. Þá væri önnur þeirra með skertum tekjum og þjónustu.  Hin væri þá með fjárhagslegri getu sveitarfélaga, eins og hún væri ef ríkið hefði ekki skert útsvarstekjur sveitarfélaga eins og ég lýsti hér ofar. 

Nú í dag lifir stækkandi hluti landsmanna eingöngu á fjármagnstekjum.  Þessi hópur rétt á þjónustu sveitarfélaga. Sveitarfélög þurfa tekjustofna til að veita þessa þjónustu. Málið ætti að vera öllu hugsandi fólki ljóst.

Engin miskunn.

Kv Jón H 

Jón Halldór Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband