Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Hvaða varnir henta okkur?
Nú standa yfir heræfingar á Íslandi samkvæmt samkomulagi fyrri ríkisstjórnar við Bandaríkin. En þegar Bandaríkin ákváðu einhliða að fara með allt varnarlið sitt frá Íslandi átti það að vera einhver sárabót fyrir Ísland, að Bandaríkin kæmu hingað einu sinni á ári með herflugvélar til æfinga.Norðmenn og Danir taka þátt í heræfingunum nú svo og NATO.Af sjálfsögðu verður Ísland ekkert varið með æfingu í 2 daga einu sinni á ári.Það er því óþarfi fyrir íslenska ráðamenn að bukka sig og beygja fyrir herforingjum Bandaríkjamanna,þegar þeir koma hér við.Úr því að Bandaríkin vildu ekki lengur hafa herlið eða flugvélar hér á landi er eðlilegast að biðja NATO að taka að sér varnir landsins. Og þá meina ég ekki heræfingar einu sinni á ári heldur viðveru flugvéla og /eða varnarliðs.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Athugasemdir
Önnur NATO ríki hafa engan áhuga á að koma hér fyrir varnarliði til að tryggja okkar varnir, enda eru þetta okkar varnir ekki þeirra. Ef hér þarf fasta viðveru varnarliðs er aðeins til einnar þjóðar að líta, Íslendinga sjálfra.
Fyrstu áratugi sjálfstæðisins vorum við í þeirri stöðu að okkar varnarhagsmunir voru fullkomlega samofnir varnarhagsmunum Bandaríkjanna. Þetta virðist hafa valdið því að við höfum alist upp í þeirri trú að það sé eðlilegur gangur mála í heiminum að stærri ríki sjái alfarið um varnarmál smáþjóða. Þannig er hlutunum einfaldlega ekki farið. Augljóslega verður íslensk varnarmálastefna alltaf byggð á bandalögum en hversvegna ætti Ísland að vera frekar undanþegið því að þurfa að sjá um eigin heimavarnir og eftirlit en aðrar smáþjóðir. Ég nefni sem dæmi Lúxemborg og Möltu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.