Ráðherra ber alla ábyrgð

Undanfarið hafa átt sér stað miklar umræður í fjölmiðlum um smíði Grímseyjarferju og athugasemdir ríkisendurskoðunar við að smíði ferjunnar fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun.Í þessu sambandi hefur verið rætt um það hver beri ábyrgðina á þessum mistökum.Það þarf ekki að velta vöngum yfir því. Það er alveg ljóst samkvæmt lögum hver ber ábyrgðina:Það er fyrrum samgönguráðherra.Hann ber alla ábyrgð í þessu máli. Hann ber ábyrgð á öllum sínum undirmönnum og undirstofnunum. M.ö.o. : Hann ber ábyrgð á Vegagerðinni einnig,sem hafði mest með smíði ferjunnar að gera. Það er hlutverk ráðherra að fylgjast með þeim málum,sem undir hann heyra. Hann getur falið  ýmsum undirmönnum að sjá um eftirlit  og framkvæmd  en það firrir hann ekki ábyrgð.Eins og fyrrum samgönguráðherra,Sturla Böðvarsson segir í yfirlýsingu i gær þá ber hann  endanlega ábyrgðina.Fjölmiðlar sögðu í gær ,að fyrrum samgönguráðherra hefði axlað abyrgð að hluta til. Það stenst ekki. Hann ber alla ábyrgð. Hann getur skýrt   út að erfitt sé að fylgjast með öllum þáttum en  ábyrgðin er samt hans. Í umæddi máli virðist fjármálaráðherra einnig bera ábyrgð á umfram framfjárveitingum, sem alþingi hafði ekki samþykkt.Ráðherrar,hvorki fjármálaráðherra,né aðrir geta ákveðið fjárveitingar umfram heimildir alþingis á þeim forsendum,að slíkt hafi verið gert áður. Það stenst ekki eins og ríkisendurskoðandi hefur bent á.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Er algjörlega sammála, Sturla ber alla ábyrgð sem ráðherra í þesum skandal, að ætla sér að láta einn verkfræðing sem einhver ráð gaf vera eina blóraböggulinn nær engri átt. honum er sagt upp en Vegamálastjóri og fyrrv. ráðherra ætla að sleppa alveg.

 Það er undarleg hvað fréttamenn eru eitthvað linir við Sturlu Böðvarssoni,  þeir virðast lítið gera til þess að ná í hann og hann sleppur alltof auðveldlega frá þessu klúðri sínu.

Skarfurinn, 17.8.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Skarfurinn

Ertu að réttlæta framúrkeyrslu Sturlu með því að benda á eitthvað ennþá verra ? en ég er sammála því að þessir karlar standa saman og verja mis viturlega gjörninga, Sturla stendur með Kristjáni og hann virðist ætla að hlífa  Sturlu, þannig sleppa þeir báðir fyrir horn, en erlendis gæti svona ekki gerst, það yrði krafist afsagnar Sturlu, þetta eru skattpeningar sem fóru í súginn.  

Skarfurinn, 17.8.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband