Föstudagur, 24. ágúst 2007
Á Sturla að segja af sér?
Margir hafa verið stórorðir í málflutningi um Grímseyjarferjumálið.En það vantar alltaf niðurstöðuna. Það er: Hvað á að gera? Hverja á að draga til ábyrgðar og hvernig.
Að mínu mati ber Sturla Böðvarsson,fyrrum samgönguráðherra,ábyrgðina á öllu klúðrinu við kaup og viðgerð á notuðu ferjunni.Undirstofnanir bera ekki ábyrgðina og ekki ráðgjafar. Fyrrum samgönguráðherra ber ábyrgð á því að mörg hundruð milljónum hefur verið eytt án heimildar alþingis ( 400 millj.) Það skiptir engu í þessu sambandi hvort slikt hafi verið gert áður. Það er jafn óheimilt fyrir því.
Sturla verður að axla ábyrgð af þessu máli og segja af sér sem forseti alþingis.
Björgvin Guðmundsson
i
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.