Föstudagur, 31. ágúst 2007
Viðskiptahalli,ör skuldasöfnun og verðbólga

Sendinefndin ræddi við fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífisins og komst að þeirri niðurstöðu að þegar til lengri tíma sé litið þá séu efnahagshorfur á Íslandi ennþá góðar. Opnir og sveigjanlegir markaðir, og fagleg stjórn á náttúruauðlindum hafi gert Íslandi kleift að njóta tækifæra sem fylgt hafi alþjóðavæðingunni. En mikill viðskiptahalli, ör skuldasöfnun og verðbólga geti grafið undan stöðugleikanum, segir í tilkynningu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurtekur fyrri yfirlýsingar um að breytiingar verði gerðar á íbúðalánasjóði. Þar er sjóðurinn kominn út fyrir sitt verksvið. Eignarhald og fyrirkomulag á ibúðalánasjoði er pólitískt mál,sem sjóðnum kemur ekki við. Best er að hafa fyrirkomulag íbúðalanasjóðs óbreytt. Félagsmálaráðherra hefur lýst sig andvíga einkvæðingu íbúðalánasjóðs. Hún á ekki heldur að láta undan þrýstingi um að búta sjóðinn i sundur. Slíkar breytingar miða að því einu að auka gróða bankanna á kostnað húsbyggjenda.
Björgvin Guðmundsson
u
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.