"Þeir svíkja þetta"

Fyrir síðustu kosningar var mikil ólga meðal eldri borgara vegna slæmra kjara þeirra. M.a. af þeim sökum  voru þeir alvarlega að íhuga sérframboð og var undirbúningur þess langt kominn þegar hætt var við

það.Ein aðalástæðan , sem eldri borgarar nefndu sem rökstuðning fyrir sérframboði var sú, að ekki væri unnt að treysta stjórnmálaflokkunum. Þeir lofuðu alltaf öllu fögru fyrir kosningar en sviku það síðan eftir kosningar.Mér þótti slæmt að heyra þetta sem fyrrverandi stjórnmálamaður á sviði sveitarstjórnarmála.Ég reyndi því að bera í bætifláka fyrir stjórnmálamennina.En nú þegar ekkert gerist i kjaramálum aldraðra rifjast upp fyrir mér fullyrðingar eldri borgara frá því fyrir siðustu kosningar: Þeir svíkja þetta allt saman.Ég vona,að þetta reynist ekki rétt.Ég vona,að stjórnmálamenn afsanni þá fullyrðingu, að þeir svíki alltaf kosningaloforðin. En þá verða þeir að láta  hendur standa fram úr ermum.Það gengur heldur ekki að draga málin á langinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Eldri borgarar þurfa aðgerðir nú þegar. Það verður að bæta kjör eldri borgara strax.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband