Mánudagur, 3. september 2007
Ætlar Bush að ráðast á Íran?
Þær fréttir berast nú,að Bushstjórnin hafi gert áætlun um umfangsmikla árás á Íran. Markmið hennar sé að gereyða her Íran og ljúka árásinni á 3 dögum.
Þegar Hitler skipulagði árásir á mörg ríki og framkvæmdi þær við upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar áttu menn ekki nógu sterk orð til þess að fordæma framferði Hitlers. En menn segja lítið í dag,þegar Bush er að undirbúa svipað athæfi og Hitler,þ.e. að ráðast á önnur ríki. Nú er komið í ljós,að árás Bandaríkjanna og Bretlands á Írak var tilefnislaus. Hún var gerð í því skyni að uppræta gereyðingarvopn í Írak. En þar voru engin slík vopn!Nú er sagt,að Íran sé að undirbúa að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Engin sönnun er fyrir því. En jafnvel þó þetta væri rétt mundi það ekki réttlæta árás Bandaríkjanna á Íran.Bandaríkin hafa ekkert leyfi til þess að ráðast á annað ríki jafnvel þó það ríki sé að koma sér upp kjarnorkuvopnum.Bandaríkin eiga kjarnorkuvopn og nokkur önnur ríki, þar á meðal Ísrael.Bandaríkin vilja ráða því hverjir megi eiga kjarnorkuvon og hverjir ekki.
Vissulega er æskilegt að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarnorkuvopna. En þó eitthvað ríki komi sér upp kjarnorkuvopnum réttlætiir það ekki árás á viðkomandi ríki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Björgvin sagan endurtekur sig í sífellu.
Það er hins vegar dapurt að Bandaríkjamenn ætla að nota strax aftur sömu lygina til að ráðast á Íran og þeir notuðu á Írak.
Eftir sem áður er aðalástæðan ekki upplogin kjarnavopnin, heldur olían eins og í Írak.
Ég er ekki trúaður maður, en stundum óskar maður þess heitt að helvíti sé til í alvöru til að taka við sumum mönnum.
Haukur Nikulásson, 3.9.2007 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.