Liður í einkavæðingu Orkuveitunnar?

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að breyta ætti orkuveitunni í hlutafélag.Þetta var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Samfylking og Vinstri græn voru á móti.Hér er greinilega um að ræða undirbúning að einkavæðingu fyrirtækisins. Hér er nákvæmlega eins farið að og með símann. Þegar síminn var gerður að hlutafélagi sagði þáverandi samgönguráðherra að ekki ætti að einkavæða símann.En það var svikið. Ekki leið  á löngu þar til síminn hafði verið einkavæddur. Eins verður þetta með orkuveituna. Framsókn hefur áður hjálpað íhaldinu við að koma almannafyrirtækjum í hendur einkaaðila.

Þau rök eru nú m.a. færð fyrir hlutafélagavæðingu orkuveitunnar,að  skera þurfi á fjárhagsleg tengsl borgar og orkuveitu svo fyrirtækið haldi ekki áfram að fá ábyrgðir borgarinnar fyrir lánum. En þetta  eru falsrök. Borgin getur ákveðið að hætta að veita orkuveitunni ábyrgðir ef henni sýnist svo.Árið 1972 voru samþykkt á alþingi lög um sveitarfélög með takmarkaðri ábyrgð ( stá). Þssi lög voru afnumin 1998. En það hefði mátt endurvekja þessi lög og gera orkuveituna að sameignarfélagi með takmarkaðri ábyrgð. Það þarf hvort sem er að fara með málið fyrir alþingi. Borgin segir,að a.m.k. næstu 20 árin þurfi Reykkjavíkurborg að ábygjast lán orkuveitunnar og ekki standi til að hlaupa frá þeim ábyrgðum. Hins vegar eru margar leiðir til þess að stöðva frekari ábyrgðir til orkuveitunnar og ekki nauðsynlegt að breyta fyrirtækinu i hlutafélag nema til standi að einkavæða það.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband