Fimmtudagur, 6. september 2007
Gott hjá Ingibörgu Sólrúnu
Ingibjörg Sólrún,utanríkisráðherra,hefur kallað heim eina liðsmann Íslands í Írak.Liðsmaður þessi hefur unnið við þjálfunarverkefni fyrir her íraks. Ingibjörg Sólrún segir þessa ákvörðun í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að harma striðsreksturinn í Írak.Geir Haarde forsætisráðherra segir,að hann hefði ekki kallað þennan íslenska liðsmann heim en að þetta skipti engu höfuðmáli. Ákvörðun utanríkisráðherra hefur ef til vill fyrst og fremst táknrænt gildi. Hún undirstrikar,að Samfylkingin vill enga aðild eiga að stríðsrekstrinum í Írak. Innrásin í Írak voru mistök og enn meiri og alvarlegrri mistök voru það að Ísland skyldi lýsa yfir stuðningi við innrásina i Írak. Það er ljótur blettur á utanríkisstefnu Íslands.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.