Föstudagur, 7. september 2007
Ekki unnt að taka upp evru án aðildar að ESB
Miklar umræður eiga sér nú stað hér á landi um evruna.Margir vilja, að Ísland taki upp evru, þar á meðal nokkur stórfyrirtæki, nú siðast Kaupþing.Þess gætir nokkuð í umræðunni, að sumir telja, að unnt sé að taka upp evru án aðildar að Evrópusambandinu. það er misskilningur. Ekki er unnt að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.Svipuð umræða um evruna og hefur hefur átt sér stað hér fór fram í Noregi fyrir nokkrum árum. Bondevik var þá forsætisráðherra í Noregi. Hann hafði mikinn áhug á Því að taka upp evruna. Hann fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið og fór fram á,að Noregur fengi að taka upp evru án aðildar að ESB. En beiðni hans var algerlega hafnað. Þó er Noregur mjög fjársterkt land,skuldar ekkert erlendis og á miklar innistæður í erlendum bönkum.Beiðni Íslands mundi því sömu afgreiðslu hjá ESB. Viðskiptaráðherrann gerir sér grein fyriir þessu. Hann telur,að Ísland eigi að ganga í ESB í fyllingu tímans og taka upp evru. Sömu skoðun hefur Kaupþing. Sá banki vill þó sjálfagt, að þetta gerist sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.