Þriðjudagur, 11. september 2007
Sjálfstæðisflokkurinn í Rvk. vill einkavæða leikskólana!
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill nú kanna einkarekstur leikskóla í Reykjavík vegna skorts á starfsfólki í leikskólum borgarinnar. Þetta er alger uppgjöf hjá sjálfstæðismönnum í borginni. Það er skortur á starfsfólki í leikskólunum vegna þess hve launin eru lág.Launin hjá leikskólakennurum hækka ekki þó leikskólarnir verði einkareknir. Þvert á móti hefur það komið fram í umræðunni um þessi mál,að launin í einkareknum leikskólum eru ekki hærri en í leikskólum,sem borgin rekur.Lausnin liggur því ekki í einkarekstri heldur í því að hækka laun starfsfólks leikskólanna.Laun umönnunarastétta eru til skammar. Það verður að hækka þau verulega. Verst er ástandið í launamálum starfsfólks á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum. Aðstoðarfólk á hjúkrunarheimilum fær svo lág laun,að þau eru til háborinnar skammar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mikill misskilningur hjá þér.
Sjálfstæðismenn vilja bjóða fleirrum að spreyta sig í rekstri Leikskóla.
ÞEtta er ekkert nýtt og nægir að benda á Leikskóla sem Landsspítalinn og Landakot forðum ráku, við góðan orðstý.
Mikið væri gott ef menn alhæfðu ekki svona hratt. Þá fækkaði mjög rasbögum. Ekki rasa um þetta mál, þar sem það eina sem sett hefur verið fram er, að skoða vilja fyrirtækja til að reka Leikskóla fyrir sitt starfsfólk.
Það getur ekkert verið nema gott um það að segja, að fyrirtæki komi til móts við sitt starfsfólk og bjóði uppá dagvistun fyrir börn þess. Það þarf ekert að slá af kröfum um kennslu né annað, það eru til reglur þar um.
Með vinsemd
Miðbæjaríhaldið, sem man Leikskóla Landakotsmanna, þó svo hann nyti ekki vistar þar sjálfur.
Bjarni Kjartansson, 11.9.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.