Hleypum ekki útlendingum inn í orkufyrirtækin

Erlendur banki ásamt  Ólafi Jóhanni Ólafssyniu,sem búsettur er erlendis,hafa keypt hlut í Geysir Energy Invest. Þar með hafa þeir eignast hlut í Hitaveitu Suðurnesja,þar eð Geysir Energy Invest á hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Hér eru alvarlegir hlutir að gerast. Erlendir aðilir eru að smeygja sér inn í íslensk orkufyrirtæki.Hér þarf strax að spyrna við fæti. Ef ekki verður lagt bann við fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum orkufyrirtækjum geta þeir á skömmum tíma eignast öll orkufyriurtæki landsmanna,þar á meðal Landsvikrkjun og  Orkuveitu Reykjavíkur.

Íslenskir stjórnmálamenn  virðast ekki hafa mótað sér ákveðna stefnu í þessum málum,þar eð yfirlýsingar þeirra eru mjög misvísandi.Þeir segja sumir,að í lagi sé að fá erlenda aðila inn í " útrás" íslenskra orkufyrirtækja. Og svo segja sumir þeirra að  gæta þurfi þess að erlendir aðilar komist ekki inn í  " grunnþjónustu" eða " almannaþjónustu" orkufyrirtækjanna,   vinnslu og dreifingu á heitu og köldu vatni og rafmagni fyrr almenning. En þetta er blekking. Þessir þættir eru ekki aðgreindir hjá öllum orkufyrirtækjum. Og svokölluð " útrás" eru ekki einu sinni  aðgreind frá öðrum rekstriu í öllum orkufyrirtækjum. Það er hreinlegast að halda útlendingum frá íslenskum orkufyrirtækjum.Þetta eru það dýrmæt fyrirtæki og mikilvæg fyrir almenning. Ef við hleypum útlendingum inn í orkufyrirtækin munu þeir strax hækka verð á vatni og rafmagni upp úr öllu valdi.Það eina sem þessir aðilar hugsa um  er að græða sem mest.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband