Mánudagur, 17. september 2007
Verða kosningaloforðin efnd?
Nú stytttist í að alþingi komi saman en það verður 1.oktober n.k. Þá er komið að því að efna kosningaloforðin. Stjórnarflokkarnir hafa notað sumarið til þess að undirbúa framkvæmd margra umbótamála,sem lofað var í kosningabaráttunni að yrðu efnd. Einkum var lofað miklum umbótum á velferðarkefinu og þar á meðal miklum kjarabótum aldraðra og öryrkja.Ekkert hefur verið gert í því efni enn.Stjórnin hefði getað hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja strax sl. vor ef vilji hefði verið fyrir hendi.En það var ekki gert.
Samfylkingin lofaði að stórbæta kjör aldraðra og hækka lífeyri þeirra þannig að hann yrði sem svarar neysluútgjöldum Hagstofunnar samkvæmt neyslukönnun og að hann mundi síðan hækka sjálfvirkt samkvæmt breytingu á umræddri neyslukönnun.Væntanlega verður þetta loforð efnt nú strax og alþingi kemur saman. Aldraðrir eiga að geta átt áhyggjulaust ævikvöld og þeir eiga að geta lifað með reisn á því æviskeiði sínu.Þeir eiga ekki að þurfa að skera allt við nögl.
Björgvin Guðmundsson
i
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björgvin, það hefur nú ekki þurft að bíða eftir þingsetningu til að efna sum kosningaloforð og sópa hinum´óheppilegu vegna stjórnarsamstarfs út af borðinu. Mér finnst tíðarandinn vera þannig að það sé spenningur í lofti að sjá hve ódýrt SF selur sig á pólitíska markaðnum en hún er óskrifaða blaðið í stjórnarsamstarfinu.
Þórbergur Torfason, 17.9.2007 kl. 10:00
SF hafði það eina á stefnuskrá sinn að komast í stjórn og það tókst. Nú er Ingibjörg Sólrún á fullu að troða vinkonum sínum úr Kvennalistanum í áhrifastöfður víðast hvar og þar með er Samfylkingin að verða stærsta vinnumiðlun landsins. T.d. hafa margar stuðningskonur hennar fengið góðar stöður hjá hinum opinbera og það án þess að þessar stöður hafi verið auglýstar sbr. lög um störf hjá ríkinu því allir þegnar landsins eiga að hafa jafnan rétt á að sækja um stöður hjá hinu opinbera.
Gunnlaugur Tómasson (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.