Grímseyjarferjan: Málinu sópað undir teppið

Fjárlaganefnd  hefur rætt Grímseyjarferjumálið en smíði ferjunnar hefur farið heimildarlaust 400 millj. fram úr áætlun.Ríkisendurskoðun hefur gert alvarlegar athugasemdir við  umframeyðslu vegna smíði ferjunnar.Niðurstaða fjárlaganefndar  veldur miklum vonbrigðum.Meirihlutinn tekur enga afstöðu til þess hvort farið hafi verið heimildarlaust hundruð milljóna fram  úr áætlun og fram úr samþykktum alþingis.Það eina sem meirihlutinn segir er að gæta verði þess að slíkt endurtaki sig ekki í framtíðinni.Með þessari afstöðu eða öllu heldur afstöðuleysi hefur fjárlaganefnd   sett mjög ofan.Nefndin lét í veðri vaka að hún ætlaði að taka málið fyrir af alvöru en  það kemur ekkert út úr starfi nefndarinnar.Ljóst er,að   nefndin hefur ekki haft kjark til þess að   kveða upp úr um að alvarleg brot hafi verið framin af framkvæmdavaldinu með því að fara án heimildar 400 millj.fram úr áætlun.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband