Kristján Möller biðst afsökunar

Kristján Möller samgönguráðherra segir frá því í  viðtali í Blaðinu í dag,að hann hafi beðið Einar Herrmannsson afsökunar á þeim ummælum sínum,að hann,þ.e. Einar, bæri ábyrgð á umframeyðslunni við viðgerðina   á ferjunni. Kristján segir,að endanleg ábyrgð liggi hjá fyrrum samgöngurráðherra.Kristjánkveðst hafa farið ítarlega ofan í málið og séð að mjög margt hafi farið úrskeiðis en málið hafi fyrst og fremst verið í höndum Vegagerðarinnar og samgönguráðuneytisins. Endanleg ábyrgð hafi legið hjá ráðherra.

Það er stórmannlegt hjá Kristjáni að biðjast afsökunar. Hann er maður að meiri á eftir.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband