Sunnudagur, 23. september 2007
Lífeyrir aldraðra hækki strax í haust
Ég geri kröfu til þess að lífeyrir aldraðra verði hækkaður strax í haust. Þessi lífeyrir er í dag skammarlega lágur og dugar hvegi nærri til framfærslu.
Eins og Framsókn hefði verið í stjórn!
Að því er varðar kjaramál aldraðra og öryrkja hefur ekkert gerst enn þó 4 mánuðir séu liðnir síðan ríkisstjórnin tók við völdum.Ástandið væri því ekkert verra í þeim málum þó Framsókn væri enn í stjórn.Kjósendur Samfylkingarinnar reiknuðu með árangri strax í sumar miðað við kosningaloforðin.Eldri borgarar taka ekki mark á neinum afsökunum í þessu efni. Það þarf ekkert að kanna eða athuga í þessu efni. Það hefur allt verið gert áður. Það þarf einfaldlega að hækka lífeyrinn og til þess þarf aðeins pólitískan vilja. Það eru nógir peningar til.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég óttast að ræða Ingibjargar um framúreyðslu fyrri ríkisstjórnar sé svar við þessari kröfu þinni.
María Kristjánsdóttir, 23.9.2007 kl. 13:56
Og undirritaður deilir þessum ótta með þér María.
Árni Gunnarsson, 23.9.2007 kl. 14:02
Ég er sannfærð um að Samfylkingin leiðréttir kjör aldraðra og öryrkja. Ekki spurning.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.9.2007 kl. 14:14
Það þarf ekki bara að kækka kaupið. Það þarf líka og jafnframt að lækka eða fella niður skatt af þessari óveru.
Hamros
Sigrún Björgvinsdóttir, 23.9.2007 kl. 14:34
Þúsundir aldraða sem nú búa við mjög lök lífskjör, eins og búið er að sýna framá undanfarin ár,eru orðnir afar óþreyjufullir eftir efndum á kosningaloforðum Samfylkingarinnar. Eins og að líkum lætur er tíminn þessu fólki dýrmætur,ævikvöldið styttist og að draga þetta fólk á endurbótum og viðaukum við þá hungurlús sem því er nú skammtað...er stjórnvöldum lítt sæmandi. Ég tek undir með Björgvin, peningar eru til, það er bara að beina streymi þeirra í þennan málflokk og lagfæra kjör þessa fólks.
Eflaust eru nokkrir erfiðleikar nú við framkvæmdina, þar sem tilfærsla málefna aldraða ,að hluta,færist frá heilbrigðisráðuneyti yfir til félagsmálaráðuneytis um áramótin, en eitthvað hlýtur að vera unnt að gera ...strax
Sævar Helgason, 23.9.2007 kl. 15:22
Karl Steinar Guðnason fráfarandi forstjóri Tryggingastofnunar hefur sagt að það þurfi að fara ofan í saumana á kerfinu. Það er sjálfsagt að gera það.
En ég tek undir með Sævari og Björgvini að það má ekki bíða fram á næsta ár með aðgerðir. Ég vil sjá hraðari vinnubrögð en það í þessum málaflokki.
Það var ekki flókið mál að breyta lögum til að tryggja lífeyri alþingismanna og ráðherra á síðasta kjörtímabili. Við viljum sjá hraðar hendur í lífeyrismálum almennings líka.
Jón Halldór Guðmundsson, 24.9.2007 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.