Þriðjudagur, 25. september 2007
Steingrímur gagnrýnir Framsókn
Steingrímur Hermannsson,fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í kastljósi sl. sunnudag,að hann hefði fremur slitið stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum en að samþykkja stuðning við árás á Írak.Hann sagði,að stuðningur framsóknar við innrásina í Írak hefði farið verst með flokkinn.En auk þess sagði Steingrímur,að Framsókn hefði unnið alltof lengi með Sjálfstæðisflokknum og hnífurinn hefði ekki gengið á milli flokkanna. Það hefði verið farið of langt í einkavæðingu og of ört. Þá gagnrýndi hann græðgisvæðinguna harðlega.
Björgvin Guðmundssson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.