Miðvikudagur, 26. september 2007
Grunnlífeyrir aldraðra og öryrkja verði tvöfaldaður
Öryrkjabandalagið hefur sett fram kröfur sínar í tengslum við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta ár.Öryrkjabandalagið krefst þess, að grunnlífeyrir öryrkja og aldraðra verði tvöfaldaður,þ.e. hækki úr tæplega 25 þúsund krónum í 50 þúsund á mánuði. Þessi krafa er í samræmi við stefnu nýs formanns Landssambands eldri borgara sem vill stórhækka grunnlífeyri aldraðra.Þá vill Örykjabandalagið að skattleysismörkin verði hækkuð úr 90 þúsund á mánuði í 140 þúsund. Slík breyting yrði mikil kjarabót bæði fyrir aldraða og öryrkja og raunar einnig fyrir láglaunafólk yfirleitt.Öryrkjabandalagið vill einnig að frítekjumark verði hækkað í 75 þúsund á mánuði.Tillögur Örykjabandalagsins eru mjög athgyglisverðar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.