Óheimilar fjárveitingar úr ríkissjóði upp á hundruð milljóna

Björgvin Guðmundsson skrifar um Grímseyjarferjuna í Morgunblaðið í dag.Hann segir m.a.:

Ríkisendurskoðun hefur skilað skýrslu um mál þetta og gagnrýnir þar harðlega  óheimilar fjárveitingar upp á mörg hundruð milljónir til  viðgerða og kaupa á ferjunni.Ríkisndurskoðun gagnrýnir sérstaklega   ónógan undirbúning að kaupum ferjunnar. Telur ríkisendurskoðun að undirbúningi hafi verið verulega ábótavant.Siglingamálastofnun vildi að mun ítarlegri athugun færi fram á ferjunni en ekki var farið eftir þeirri ábendingu..Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu, að mun  ódýrara og skynsamlegra hefði verið að gera við gömlu ferjuna í stað þess að kaupa notaða ferju að utan.

 

Fjármálaráðherra verður að lúta alþingi

 

Bent hefur verið á það í umræðum um málið, að fjármálaráðherra hafi samþykkt  að greiða mætti stórar fjárhæðir úr ríkissjóði umfram fjárlagaheimildir.Hafi þar verið um að ræða að nýta    vannýttar  fjárheimildir Vegagerðarinnar og að túlka rúmt heimild alþingis til þess að selja gömlu Grímseyjarferjuna og kaupa aðra notaða í staðinn. Fjármálaráðherra, þó valdamikill sé, hefur enga heimild til þesss að  heimila fjárrveitingar  úr ríkissjóði

 umfram heimild alþingis.Samkvæmt stjórnarskránni  má ekki ráðstafa neinum fjármunum úr ríkissjóði

án heimildar alþingis.

Niðurstaða Björgvins er sú,að  fyrrum samgönguráðherra hafi borið ábyrgð á því að ekki var nægur undirbúningur við kaup á ferjunni og að farið var mörg hundruð milljón   króna fram úr áætlun og fram úr lögum. Fyrrum samgönguráðherra er nú forseti alþingis. Hann   á að axla ábyrgð og segja því embætti af sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband