Kyrrt í pólitíkinni

Alþingi kemur saman í dag. Það er kyrrt í pólitíkinni við upphaf þings en  það kraumar undir niðri.Í Reykavíkurbréfi Mbl. var  um helgina gerð nokkur úttekt á stjórnarsamstarfinu. Niðurstaða Mbl. var sú,að  lítið hefði gerst. Samfylkingin hefði lítið látið að sér kveða enn sem komið  er. Þetta er rétt. Það hefur t.d. ekkert gerst í málefnum aldraðra og öryrkja eftir 4 ra   mánaða valdatímabil stjórnarinnar  þátt fyrir fögur fyrirheit í kosningunum. Framundan    eru nýir kjarasamningar og mikil átök um þá.Mikil   óánægja ríkir með mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar.Menn telja þær ekki ná tilgangi sínum,þær ná ekki nægilega til  sjómanna og fiskvinnslufólks. Uppsagnir eru byrjaðar og hætta á atvinnuleysi í röðum þess fólks.Niðurskurður þorskveiðiheimilda á eftir að skella á sjávarbyggðunum með fullum þunga.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband