Samfylkingin gætir velferðarmálanna

Það kom vel fram í  umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkveldi,að Samfylkingin gætir velferðarmálanna í ríkisstjórninni. Ásta Ragnheiður  Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar gerði grein fyrir nokkrum velferðarmálum,sem  Samfylkingin  vinnur að í ríkisstjórninni en þar ber hæst aukin áhersla á málefni geðfatlaðra og langveikra barna.Hins  vegar saknaði ég þess að heyra um raunhæfar aðgerðir í þágu aldraðra og öryrkja.Það er að vísu talað um að endurskoða eigi almannatryggingar  en það er langtímaverkefni og gagnast ekki öldruðum og öryrkjum strax.Það þarf strax að   hækka lífeyri þessara hópa. Fagna ber yfirlýsingu forsætisráðherra um að hækka eigi persónuafslátt. Það verður að vísu ekki gert á næsta ári,heldur síðar á kjörtímabilinu. Nær allir flokkar lögðu áherslu   á hækkun skattleysismarka fyrir kosningarnar í vor enda hafa þau dregist mikið aftur úr þróun verðlags og launa frá 1988. Þau ættu að vera 140 þúsund krónur á mánuði í dag, ef þau hefðu haldið í við verðlag og laun.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband