Hvers vegna fá ekki aldraðir kjarabætur strax?

Ríkisstjórnin hefur verið við völd í 4 mánuði en samt hefur ekkert verið gert enn til að bæta kjör aldraðra.Og  það sem verra er: Það bólar ekkert á því að bæta eigi kjör aldraðra nú í haust eða á næstu mánuðum. Það virðist eiga að salta mál aldraðra,setja þau í nefnd samkvæmt gömlu  aðferðinni og  segja,að verið sé að athuga málin.

Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu miklum kjaraabótum til handa öldruðum fyrir kosningar. Samfylkingin sagði að kjör aldraðra hefðu dregist aftur úr kjörum annarra stétta. Samfylkingin sagði: Við ætlum að leiðrétta þetta. Lífeyrir aldraðra á að hækka  í sem svarar neysluútgjöldum samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands. Þessi leiðrétting verði gerð í áföngum.

Ég geri kröfu til þess að staðið verði við þetta kosningaloforð og fyrsti áfangi leiðréttingarinnar taki gildi strax í haust. Það tók ekki nema nokkra daga að hækka lífeyri ráðherra og þingmanna. Það á ekki að taka lengri tíma að hækka lífeyri aldraðra. Krafan er: Leiðréttingu strax.

Björgvin Guðmundsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér þykir miður að verða með þér vitni að þessum svikum Björgvin. Það virðist ekki skipta nokkru máli hvar í flokki menn eru, aldraðir eru bara notaðir þegar afla á atkvæða en gleymast jafn fljótt aftur. Af hverju heyrist ekkert í þinum manni Ellerti Schram núna?

Haukur Nikulásson, 3.10.2007 kl. 12:37

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sammála. Bót í máli er þó að Stefán Ólafsson er í gömlu aðferðar nefndinni.

María Kristjánsdóttir, 3.10.2007 kl. 14:37

3 identicon

Þú nefnir hækkun strax, það er ekki að sjá að svo verði. Næsta ár 2008 hækkar persónuafslátturinn um 4,8% eða 1.543 kr. á mánuði nettó. Grunnlíeyrir hækkar (í heild sinni ) um 3,3% spurrning um fjölgun eða fækkun í þeim hópi? Sú hækkun verður ekki meiri en 527 kr. á mánuði nettó. Alls 2.070 kr. Þetta kallar Ríkisstjórnin skattalækkanir á eldriborgara. Dæmi hver fyrir sig. Hvað er hægt að gera? Er ekki tímabært að stokka upp innan ASI og blása til sóknar á þeim vettfangi. Kv Gísli Hjálmar Ólafsson

Gísli Hjálmar Ólafsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband